Um leið og við viljum þakka kærlega fyrir komuna á opinn fund sem haldinn var í gær þá viljum við auglýsa nafnasamkeppni sem PCC BakkiSilicon hf. efnir nú til  á tveimur ljósbogaofnum sem verða teknir í notkun á næstunni. Ljósbogaofn dregur heiti sitt af ljósboganum sem myndast á milli rafskautanna þriggja í ofninum. Það er mikil orka í 24 MW ofnunum og hiti fer upp í u.þ.b. 1600 – 2000°C. Sérstakur áhugi er fyrir nöfnum sem tengja ofnana við svæðið á Bakka og/eða sögu Húsavíkur og næsta nágrennis, en tekið er á móti öllum hugmyndum.

Við óskum eftir því að hver tillaga innihaldi nöfn á báða ofnana.

Nafnatillögur berist á info@pcc.is eða í síma 464-0060 fyrir 8 febrúar næstkomandi.

Vinningstillögur verða valdar af nefnd sem skipuð er:

  • Kristján Þór Magnússon
  • Guðrún Kristín Jóhannsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berta María Hreinsdóttir

Tillögum sem berast PCC BakkiSilicon er komið áfram til nefndar nafnlaust.

Verðlaun verða veitt vinningstillögu. Einnig verða tvenn aukaverðlaun í boði.