Síðastliðinn föstudag var PCC BakkiSilicon veitt losunarleyfi á gróðurhúsalofttegundum. Umhverfisstofnun gaf út leyfið sem er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, ETS, starfrækt frá árinu 2005. Öll lönd Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Lichtenstein og Noregi eru hluti af kerfinu.

ETS kerfið virkar þannig að þak er sett á heildarlosun þeirra fyrirtækja sem falla undir kerfið. Á hverju ári er þakið lækkað sem leiðir af sér hvata til að vinna að úrbótum á starfsemi fyrirtækjanna.

Árlega mun PCC BakkiSilicon skila skýrslu í samræmi við kröfur losunarleyfisins.

Hægt er að lesa nánar um meðhöndlun málsins á heimasíðu Umhverfisstofnunar.