Eins og við greindum frá síðustu helgi þá hefur framkvæmdarvinna gengið vel að undanförnu. Við erum farin að sjá fyrir endann á prufunum og úttektum hjá okkur og allt er að verða tilbúið til að keyra upp Birtu (ofn 1). Á morgun fara fram úttektir á húsnæði og prófanir á lykil kerfum eins og innmötun hráefna sem þurfa að vera tilbúin fyrir uppkeyrslu. Gangi allt að óskum á morgun munum við byrja að hita Birtu kl 10 á fimmtudagsmorgunn.

Við viljum að nágrannar okkar séu meðvitaðir um það að hugsanlega finnist lykt fyrstu dagana sem mun helst minna á viðarbrennslulykt en við vonumst til að lyktin berist ekki utandyra.