Bygging á stórri verksmiðju er flókin og það er í mörg horn að líta. Leyst hefur verið úr þeim vandamálum sem komu upp við prófanir á hráefnismötun fyrir ofnana. Hinsvegar komu í ljós í morgun lekar á ryki í síupokum í reykhreinsivirkinu. Til að laga þetta þarf að skipta um klemmur á síupokunum og þétta þær, varahlutir til verksins eru væntanlegir til Húsavíkur um helgina. Við hjá PCC BakkiSilicon höfum frá byrjun lagt mikla áherslu á umhverfismál og þar sem þessi hlutur snýr að útblæstri hjá okkur og skilvirkri leið til að fanga ryk verður ofninn ekki settur í gang fyrr en búið er að tryggja að starfsemi reykhreinsivirkisins sé eftir ítrustu kröfum. Vegna þessa frestast byrjun á upphitun ofnsins því miður fram yfir helgi.