Frá upphafi hefur PCC BakkiSilicon fullyrt að ekki verði gangsett nema öll kerfi hafi staðist prófanir. Það eru ekki orðin tóm, því nú kom í ljós leki á þéttingum meðfram síupokunum í reykhreinsivirkinu, í lokaprófunum á því kerfi. Þetta veldur því að töf verður á gangsetningu fyrri ofnsins. Verið er að útvega varahluti bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Ljóst er að þeir koma ekki fyrr en á morgun og miðvikudag og verður því ekki gangsett fyrr en á fimmtudag, föstudag, eða hugsanlega eftir næstu helgi.

Við munum birta nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.