Vinnan við reykhreinsivirkið hófst á áætluðum tíma um klukkan þrjú í dag. Neyðarskorsteinarnir voru opnaðir en enginn reykur var sýnilegur. Vinnan gekk vel og reykhreinsivirkið var komið í gang aftur um fjögur eins og áætlað var.

Upphitun ofnsins hefur gengið ágætlega. Í fyrramálið er ráðgert að breyta tengingunum í háspennukerfinu fyrir skautin, til að geta hækkað aflið sem er sett á ofninn.  Enn er áætlað að töppun á fyrsta málmi verði í byrjun næstu viku.