Tveir starfsmenn PCC BakkiSilicon fóru í dag í smá vettvangsferð til að ná myndum af nyrðri loftgæðastöðinni sem vaktar umhverfið í kringum verksmiðjuna. Þeim þótti afar gaman að sjá fjölbreytt líf fugla og sáu m.a. rjúpu, þröst, spóa, gæs, önd og kríu.

Af upphitunarferlinu er hinsvegar það að frétta að öryggi er okkur efst í huga og vegna þess náðum við því miður ekki að hlaða hráefni í ofninn eins og til stóð. Það var ákveðið að hita ofninn upp í einn dag í viðbót til leyfa meiri raka að gufa upp frá ofnhleðslunni. Þetta þýðir að morgundagurinn verður stóri dagurinn þar sem við munum hlaða hráefni í ofninn og hefja framleiðslu.