Í dag var byrjað að mata hráefnum inná ofninn og gekk það mjög vel. Ofninn hefur ekki náð stöðugum rekstri og mun það taka einhverja daga að ná jafnvægi á honum. Eins og við mátti búast og eins og við höfðum varað við hefur einhver reykur sést í dag við ofnhúsið en hann hefur verið í algeru lágmarki og í raun minni en við þorðum  að vona og erum við afskaplega ánægð með það. Reykurinn stafar af því að rekstur ofnsins er ekki stöður ennþá, að auki er enn verið að stilla reykhreinsivirkið.  Lykt hefur ekki fundist í nágrenni  verksmiðjunnar. Við höldum ótrauð áfram í kvöld og nótt og eins og alltaf er það öryggi starfsfólks okkar og umhverfið sem að við leggjum mesta áherslu á.