Upp úr miðnætti komu upp rekstrarerfiðleikar í reykreinsivirkinu. Það olli því að töluverður reykur safnaðist upp á skömmum tíma uppi í ofnhúsinu sem fór í gegnum loftræstilúgur efst í því. Strax í framhaldinu var afli á ofninn lækkað til að minnka reykmyndun og reykhreinsivirkið tekið úr rekstri og neyðarskorsteinar opnaðir. Fljótlega eftir það tókst að koma reykhreinsivirkinu í gang og afsog frá ofninum leitt í gegnum það. Ekki verður sett fullt afl á ofninn fyrr en greint hefur verið nákvæmlega hvað olli rekstrartrufluninni. Af þessum sökum hefur fyrstu málmtöppun verið frestað a.m.k. þangað til síðar í dag.