Enn er unnið að því að fínstilla rekstur reykhreinsivirkisins sem varð til þess að neyðarskorsteinar voru opnaðir í skamma stund í dag og var reykur frá verksmiðjunni sjáanlegur á meðan.

Stórum áfanga var náð í dag þegar fyrsta kíslinum var tappað af ofninum. Það ríkir mikil gleði á meðal starfsmanna PCC BakkiSilicon yfir áfanganum. Hingað til hefur uppkeyrslan gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlum en mestu skiptir að hún hefur verið án slysa á fólki og óhappa.

Kísill er undraefni sem notaður er í ótrúlegustu hluti, eins og tannkrem og snyrtivörur, lækningatæki og leikföng, tölvur og snjallsíma. Það er ótrúlegt, en flestir Íslendingar nota kísil í einhverju formi á hverjum einasta degi. Án hans byggjum við ekki við þau lífsgæði sem við þekkjum í dag.