Í gærkvöldi um klukkan átta tilkynnti PCC BakkiSilicon um eld í ofnhúsi verksmiðjunnar á Bakka til Neyðarlínu.

Eldur hafði læst sig í rafskautapalli sem er á efstu hæð í ofnhúsinu. Pallurinn er úr timbri, en það er til að skapa einangrun fyrir starfsmenn frá háspennu þegar verið er að bæta við rafskautum. Slökkvilið brást skjótt við og var komið á vettvang innan skamms. Starfsmenn höfðu þá gert sitt besta til að hefta eldinn með slökkvitækjum og duftvögnum sem eru í húsinu.  Slökkvilið hóf strax slökkvistörf samkvæmt viðbragðsáætlun og var ofnhúsið rýmt. Um miðnætti hafði tekist að slökkva eldinn og tók þá lögregla við vettvangi af slökkviliði. Nú er enn verið að rannsaka upptök eldsins en frumniðurstöður benda til þess að hann hafi byrjað í einum af ofngeymum sem mata hráefni inn í ofninn og breiðst þaðan yfir í rafskautapallinn. Skemmdir eru ekki taldar verulegar og mun fyrirtækið einbeita sér að því að gangsetja hinn ofn verksmiðjunnar, Boga, og hefja framleiðslu aftur sem fyrst. Á meðan verður allt kapp lagt á að gera ofninn Birtu, rekstrarhæfan á meðan.

 

PCC BakkiSilicon vill þakka kærlega starfsmönnum, slökkviliði og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum fyrir framúrskarandi viðbrögð og elju við að ráða niðurlögum eldisins.