Þær viðgerðir sem þurfti að framkvæma síðastliðinn þriðjudag gengu vel fyrir sig og var ofninn kominn aftur í gang nokkrum klukkutímum síðar. Í gær um fjögurleitið, seinnipartinn, var svo töppunarhola opnuð og fyrsta málminum, síðan eldurinn kom upp, tappað af honum. Síðan hefur verið tappað reglulega og gengur rekstur ofnsins að mestu leiti vel.

Við hjá PCC BakkiSilicon höfum átt gott samband við Umhverfisstofnun og hafa eftirlitsaðilar frá þeim komið í nokkrar heimsóknir síðan snemma í vor, bæði skipulögð eftirlit sem og óvænt. Til að mynda var eftirlitsaðili frá þeim hjá okkur síðasta þriðjudag þegar við vorum að keyra upp ofninn eftir hlé. Við höfum stolt getað sýnt þeim atvika og ábendingakerfið okkar sem og það rótargreiningarferli sem fer af stað hjá okkur þegar atburðir eins og bruninn koma upp, með þessu öfluga kerfi sem við höfum skapað okkur getum við sýnt fram á stöðugar umbætur í daglegum rekstri verksmiðjunnar.