Það er að mörgu að hyggja í gangsetningu ljósbogaofns og á meðan gangsetning Birtu átti sér stað rákumst við á nokkur atriði sem þurfti að bæta úr og voru það eðli sínu samkvæmt mis miklar áskoranir. Tímanlega séð töfðumst við mikið þegar bruninn átti sér stað í rafskautapallinum hjá okkur. Núna gengur rekstur Birtu hinsvegar vel, gæði framleiðslu eru eftir væntingum og framleiðslan hefur verið stöðug í dágóðan tíma. En það er einmitt vegna þessara tafa sem hann Bogi beið alveg tilbúinn talsvert lengur en áætlanir höfðu gert. Eftir að gangsetning hans hófst þann 31.08 hefur ekki gengið að koma fullu afli á ofninn og framleiða kísilmálm. Helsta ástæða þess eru rafskautsbrot, og á meðan unnið var að þeim, hefur þurft að stöðva ofninn. Hugsanlega hafa rafskautin staðið þarna of lengi áður en Bogi var settur í gang. Núna hefur sú ákvörðun verið tekin að hreinsa ofninn, bæði af rafskautum og þeim hráefnum sem var búið að setja í hann. Það ferli hefst í dag. Þegar því verki er lokið mun gangsetning hefjast á ný með nýjum rafskautum.

Við munum setja inn tilkynningu þegar ofninn er tilbúinn á ný.