PCC. Local. Global. Integrated.

Chemicals – Silicon – Logistics

PCC er gilda-drifið evrópskt fyrirtæki með rúmlega 3.300 starfsmenn.

Heildarsala á árinu 2022 nam 992,3 milljónum evra*. Hagnaður fyrir vexti, skatta, afskriftir og fyrningu (EBITDA) var 107,8 milljónir evra*. Fjárfestingarútgjöld á fjármálaárinu 2022 voru samtals 143,5 milljónir evra*.

*Preliminary consolidated financial statement 2023, may be subject to change. The final, audited financial data as per 31.12.2023 will be published here following the approval of the consolidated financial statements for 2023 in may 2024.

PCC SE er eignarhaldsfélag sem stýrir rekstri PCC fyrirtækjasamstæðunnar. Það samanstendur af traustum og framsæknum fyrirtækjum í efna- og flutningsgeirunum. Flestar starfsstöðvar okkar eru staðsettar í Evrópu en við erum líka með rekstur í Bandaríkjunum, Taílandi og Gana.

PCC SE tekur virkan þátt í rekstri samstæðueininganna til að fylgjast með þróun þeirra. EIgnarhaldsfélagið stendur aðallega að kaupum á nýjum fyrirtækjum ásamt því að þróa verkefni sem þegar eru fyrir hendi. Við einbeitum okkur helst að því að koma okkur fyrir á undirmörkuðum þar sem samkeppni er minni og í markaðskimum. Fjárfestingar okkar eru aðallega á markaðssvæðum sem eru að opnast í mið-, austur- og suðausturhluta Evrópu en við sækjumst líka eftir stækkandi markaði í öðrum heimsálfum, einna helst í Asíu.

Hins vegar getur PCC líka stundum ákveðið að losa sig við fyritæki þegar það borgar sig og nýta þá fjármunina til að reka aðra kjarnastarfsemi. Eignarhaldsfélagið selur líka frá sér fyrirtæki sem skila ekki nógu góðum hagnaði eða bjóða ekki upp á þróunarmöguleika.

PCC samstæðan hefur þá hugsjón að vaxa á sjálfbæran hátt. Stjórnendur og starfsfólk PCC vinna statt og stöðugt að því að auka verðmæti fyrirtækisins og skapa ný og verðmæt fyrirtæki með frumkvæði, atorku og stefnufestu. Meginreglurnar að baki stefnumálum okkar eru trúverðugleiki og áreiðanleiki. Verk okkar einkennast af skarpskyggni og ábyrgð í viðskiptum.

Við tiljum meginreglurnar okkar vera grundvallaratriði til að tryggja varanlega stöðu PCC í umhverfi þar sem alþjóðavæðing er stöðugt að aukast og markaðir taka sífelldum breytingum. Þær gera okkur kleift að finna ábatasaman sess í æ fleiri geirum iðnaðar, að auka hagnað okkar með meiri skilvirkni og stöðugt að endurbæta eignasafnið okkar.

Við erum ávallt á höttunum eftir nýjum viðskiptatækifærum og meira vöruvali þegar færi gefst. Ákvarðanir okkar í þessum málum byggjast ætíð á stöðu markaðarins eins og hún er í það skiptið. Við metum hagnaðarmöguleika með hefðbundnum greiningaraðferðum ásamt áhættumati. Þegar við tökum ákvarðanir leitum við ávallt að tækifærum sem virðast fela í sér varanlegan vöxt og stöðugt sjóðstreymi.

Reksturinn okkar skiptist miður á átta svið. Af þeim eru fimm svið, fjölalkóhól, yfirborðsvirk efni, klór, sérefni og neytendavörur rekin undir heitinu efnadeildin, en hún er okkar helsta tekjulind. Á árinu 2021 námu sölutekjur efnadeildarinnar 83,0% af heildarsölu samstæðunnar, sem var alls 979,6 milljón evrur. Flutninga- og orkusvið, sem eru líka sérstakar deildir, lögðu til 12,0% og 1,2% af heildarsölunni. Áttunda sviðið – Eignir/Verkefni – stendur fyrir 4,2% af heildarsölu samstæðunnar, en verksvið þess er aðallega að útvega þjónustu innan samstæðunnar, t.d. fjármála- og tölvuþjónustu, ásamt stjórnun á framtíðarverkefnum, þar með talið kísilverið sem við erum að byggja á Íslandi.

Svið:

FjölalkóhólYfirborðsvirk efniKlórNeytendavörurFlutningarEignir/Verkefni

Formáli

Við ætlum okkur að sýna bestu mögulegu hegðun í öllu sem við gerum og tryggja að athafnir okkar séu í fullu samræmi við eftirfarandi grundvallargildi sem eiga við öll fyrirtæki innan PCC samstæðunnar:

Grundvallargildi

1. Skuldbinding varðandi viðskiptavini

› Við einbeitum okkur að viðskiptavinum okkar og þörfum þeirra, og sú þekking hjálpar okkur að bera kennsl á og grípa markaðstækifæri og þróa nýjar hugmyndir.

› Við erum í nánu og stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar og stækkum og þróum þann hóp sem hluta af samfelldu ferli.

› Við lítum á alla viðskiptavini sem félaga. Í sameiningu komum við á sveigjanlegum grundvallarreglum sem samstarf okkar byggist á.

› Við stöndum með viðskiptavinum okkar þegar þeir ganga í gegnum erfitt tímabil.

2. Heiðarleiki og trúverðugleiki

› Við höfum skuldbundið okkur til að framfylgja heiðarlegum viðskiptaháttum.

› Við erum raunsæ þegar við metum hæfni okkar og möguleika og pössum að upplýsingarnar sem við veitum hagsmunaaðilum okkar þar að lútandi, séu gegnsæjar og áreiðanlegar.

› Við byggjum upp traust hagsmunaaðila okkar með því að sýna áreiðanleika og trúverðugleika í verki.

3. Frumkvæði og þátttaka

› Við vinnum af frumkvæði og styðjum hvert annað á öllum sviðum fyrirtækisins.

› Við tökum áskorunum með miklum áhuga og komum skoðunum okkar á framfæri á ótvíræðan og skýran hátt.

› Við náum settum markmiðum með því að sameina kröftugan teymisanda og skuldbindingu einstaklinga.

› Í sameiningu sköpum við aðstæður fyrir farsæla vinnu sem fullnægir bæði einstaklingsþörfum okkar og allra hagsmunaaðila.

4. Gagnkvæm virðing og samstarf

› Í fjölbreyttu umhverfi einstaklinga með mismunandi menningarlegan og tæknilegan bakgrunn, styðjum við og eflum hvert annað í vinnunni og sköpum þannig góðan anda.

› Við sýnum öllum starfsfélögum okkar virðingu sem háttvirtum félögum, sama hvaða hlutverki þeir gegna í samstæðunni.

› Við byggjum upp jákvætt samband við hvert annað og komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

› Við deilum fúslega þekkingu okkar, reynslu og upplýsingum með öllum samstarfsfélögum sem sýna áhuga, og við vitum að það skiptir miklu máli fyrir þróun samstæðunnar og til þess að auka enn fremur skilvirkni vinnunnar okkar.

› Starfsmenn sem deila þekkingu sinni með samstarfsmönnum eru mjög vel metnir. Þess konar viðhorf styrkir stöðu þeirra innan samstæðunnar og það líðst ekki að þeir þurfi að gjalda fyrir það.


Siðareglur og hegðun

PCC SE er fjárfestingarfélag, svo og móðurfélag og eignarhaldsfélag PCC samstæðunnar. Það samanstendur af traustum og framsæknum fyrirtækjum í efna-, orku- og flutningsgeiranum. Flestar starfsstöðvar samstæðunnar eru í Evrópu. PCC samstæðan rekur líka fyrirtæki í Bandaríkjunum, Taílandi og Gana.

PCC samstæðan útvegar fyrsta flokks þjónustu á alþjóðagrundvelli, bæði tæknilega og eigindlega, og fyrirtækið er áreiðanlegt í alla staði og mikilvægur samstarfsaðili fyrir hagsmunaaðila okkar.

PCC stendur í þeirri trú að langtíma árangur í viðskiptum sé nátengdur laga- og reglufylgni, svo og trúnaði við siðareglur

Þess vegna hefur PCC sett saman strangar og kröfuharðar reglur tengdar öllum aðgerðum okkar í nafni fyrirtækisins en þær er að finna í siðareglunum okkar. Siðareglunum fylgja ítarlegar leiðbeiningar sem hægt er að finna innan fyrirtækisins.

PCC sættir sig ekki við eitt einasta brot á þessum siðareglum. Starfsmenn eiga að fylgja siðareglunum sem hér er lýst hvenær sem er og þeim ber að tilkynna öll brot á þeim til reglufylgnideildar PCC. PCC tryggir fullkominn trúnað þar að lútandi.

Umfang

  1. Siðareglurnar eiga við allar viðskiptaeiningar, framkvæmdastjórn/rektstrarráð, forstjóra/stjórn/helstu stjórnandur og alla starfsmenn (hér eftir vísað til sem „starfsmanna“) PCC SE og samstæðueiningar (hér eftir vísað til sem „PCC“), án tillits til hlutverks þeirra, stöðu eða staðsetningar.
  2. Siðareglurnar eiga einnig við starfsmenn samáhættufyrirtækja í þeim tilvikum sem fyrirtæki innan PCC samstæðunnar ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis.
  3. Orðið „starfsmaður“ og hliðstæð orð eiga að sjálfsögðu við fólk af báðum kynjum í öllum tilfellum.
  4. Öllum starfsmönnum ber að fylgja siðareglunum og byggja athafnir sínar á grundvallarreglunum hér fyrir neðan. Brot á siðareglunum eru refsiverð.

Fylgni við lög

  1. Starfsmenn verða að virða og hegða sér í samræmi við öll lög, reglugerðir og innanhússreglur PCC sem eiga við vinnuumhverfi þeirra.
  2. Þetta á einnig við um landslög og alþjóðleg lög sem takmarka eða banna innflutning, útflutning eða sölu innanlands á vörum, tækni eða þjónustu, svo og fjármálagerninga.
  3. Starfsmenn skulu virða allar viðeigandi reglugerðir um viðskiptahöft hvenær sem vörur eru keyptar, framleiddar eða markaðssettar eða þegar tækni er flutt eða móttekin.
  4. Í þeim tilvikum sem misvísandi kröfur, lög eða reglugerðir fyrirfinnast vegna mismunandi lagakerfa eða viðtekinnar reglu í viðkomandi landi í daglegum viðskiptum, þá skulu í öllum tilfellum ströngustu reglugerðir eiga við.
  5. Öllum starfsmönnum ber að kynna sér lagalegar skyldur, fyrirmæli, leiðbeiningar og rammaskilyrði sem eru mikilvæg fyrir verkssvið þeirra og ábyrgð. Ef starfsmenn eru í einstökum tilvikum í vafa um lagalega stöðu, verða þeir að leita ráða hjá yfirmanni sínum eða sérfræðingi fyrirtækisins í reglufylgni.

Hagsmunaárekstrar

  1. Starfsmenn skulu ávallt bera hag PCC fyrir brjósti og forðast þær aðstæður sem persónulegir hagsmunir stangast á við eða gætu stangast á við hagsmuni PCC. Með „persónulegum hagsmunum“ er einnig átt við þá sem tilheyra fjölskyldumeðlimum og svipuðum aðilum í þessu tilviki.
  2. Hugsanlegum hagsmunaárekstrum sem varða PCC og starfsmenn er lýst ítarlega í leiðbeiningum frá PCC.
  3. Hagsmunaárekstrar geta einnig komið upp í viðskiptum ef hagsmunir fleiri aðila geta stangast á og taka þarf tillit til þeirra. Ef slík tilvik koma upp ættu starfsmenn að leita ráða hjá yfirmanni sínum eða sérfræðingi fyrirtækisins í reglufylgni.

Spilling

  1. PCC mun ekki umbera nokkurs konar spillingu í virku eða óvirku formi.
  2. Mögulegum aðstæðum þar sem spilling getur átt sér stað er lýst ítarlega í leiðbeiningum frá PCC.
  3. Viðskiptasambönd við birgja eða viðskiptafélaga verða að vera eingöngu á hlutlausum nótum. Persónulegir hagsmunir mega ekki skipta þar máli.
  4. Bann við því að taka á móti eða veita fríðindi á ekki eingöngu við beinan fjárhagslegan ávinning, heldur einnig um önnur forréttindi sem gætu stefnt í hættu viðskiptalegri óhlutdrægni.
  5. Leiðbeiningar PCC, skattareglur og viðeigandi samþykktarferli gilda um móttöku og veitingu fríðinda, gjafa og boða. Skylt er að fara eftir þeim reglum.

Peningaþvætii

  1. PCC bannar öllum starfsmönnum að taka þátt í ferli á vinnustað eða láta athafnir viðgangast sem brjóta í bága við reglugerðir um peningaþvætti í Þýskalandi eða öðrum löndum.
  2. Með peningaþvætti er helst átt við smygl – t.d. með því að láta í skiptum eða flytja – pening eða aðrar eignir sem eiga sér beinan eða óbeinan uppruna í glæpsamlegri hegðun inn í lögmæta efnahagskerfið. Peningaþvætti gæti líka hafa átt sér stað ef uppruni peninganna eða annarra eigna er óljós.
  3. Brot á reglugerðum um peningaþvætti gæti leitt til refsingar starfsmanns skv. lögum. Því er nauðsynlegt, þegar einhver vafi ríkir um lögmæti fjársýslu, að leita ráða hjá sérfræðingi fyrirtækisins í reglufylgni eins fljótt og hægt er.

Þátttaka í samfélagsmálum

  1. Viðskipti eru nátengd þjóðfélagslegri ábyrgð. PCC sýnir þessa ábyrgð í verki með stuðningi við félagslega velferð, menntun og vísindi, íþróttir og menningu.
  2. Styrkir eru eingöngu veittir til viðurkenndra félagasamtaka. Það þarf samþykki forsjóra PCC SE eða framkvæmdastjórnar eða helstu stjórnenda í viðkomandi fyrirtæki í samstæðunni til þess að hægt sé að greiða út styrki.
  3. Beinar peningagreiðslur eða annar stuðningur sem veittur er stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum eða öðrum pólitískum samtökum eru stranglega bönnuð.

Innherjaupplýsingar

  1. Starfsmenn sem búa yfir innherjaupplýsingum um PCC eða önnur fyrirtæki sem PCC lítur á sem bandamann, hugsanlega yfirtöku, til sölu eða samruna, mega ekki kaupa eða selja verðbréf eða aðrar afleiður í PCC eða áður upptöldum fyrirtækjum á meðan þessar upplýsingar standa ekki almenningi til boða.
  2. Til innherjaupplýsinga teljast allar upplýsingar sem almenningur veit ekki af og fjárfestir gæti talið mikilvægar vegna ákvörðunar um hvort ætti eða ætti ekki að kaupa eða selja verðbréf eða afleiður.
  3. Innherjaupplýsingum má ekki koma á framfæri til þriðja aðila. Hjá PCC og víðar má eingöngu koma á framfæri innherjaupplýsingum ef viðtakandi þeirra upplýsinga þarf á þeim að halda til að uppfylla sitt hlutverk hjá PCC.
  4. Notkun innherjaupplýsinga gæti haft afleiðingar, lagalega séð. Í þeim tilvikum þar sem starfsmenn eru ekki vissir um hvort þeir búi yfir innherjaupplýsingum, þurfa þeir að leita ráða hjá yfirmanni sínum eða sérfræðingi fyrirtækisins í reglufylgni.

Þagnarskylda

  1. Á meðan starfsmenn eru í vinnu hjá PCC og eftir að þeir hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu er þeim skylt að viðhanda fullkomnum trúnaði varðandi öll launungarmál fyrirtækisins og allar aðrar trúnaðarupplýsingar um PCC sem þeir hafa öðlast í sambandi við vinnu sína.
  2. Trúnaðarupplýsingar eru m.a. upplýsingar um viðskipti PCC, tækni, hugverkarétt, fjárhagsstöðu og starfslið, svo og upplýsingar um viðskiptavini PCC, birgja fyrirtækisins og viðskiptafélaga.
  3. Trúnaðarupplýsingum má ekki koma á framfæri til þriðja aðila. Hjá PCC og víðar má eingöngu koma á framfæri trúnaðarupplýsingum ef viðtakandi þeirra upplýsinga þarf á þeim að halda til að uppfylla sitt hlutverk hjá PCC.
  4. Trúnaðarupplýsingar og viðskiptaskjöl þarf að vernda á viðeigandi hátt gegn aðgengi þriðja aðila og samstarfsmönnum sem eru ekki aðilar að viðkomandi upplýsingum og skjölum. Auk þess þarf að merkja tölvupósta sem eru sendir innanhúss sem „trúnaðarmál“.
  5. Eingöngu má gera trúnaðarupplýsingar opinberar ef almenningur þekkir viðkomandi upplýsingar, PCC hefur heimilað birtinguna eða birtingin sé nauðsynleg vegna lagalegra skuldbindinga.
  6. Gögn og upplýsingar sem tengjast viðskiptavinum, viðskiptafélögum og samstarfsmönnum á markaði skal meðhöndla sem algert trúnaðarmál. Allir starfsmenn mega eingöngu nota gögn og upplýsingar sem þeir sjá við sína daglegu vinnu innan heimilaðra marka. Ef viðkomandi upplýsingum er dreift innan eða utan fyrirtækisins þarf starfsmaðurinn að athuga hvort viðtakandi hafi rétt á því að fá upplýsingarnar.
  7. Gögn og upplýsingar um ofannefnda hópa einstaklinga og fyrirtækja má eingöngu safna, vinna úr og nota innan þeirra marka sem tilgangur þeirra gefur tilefni til, nauðsynjarreglan og lögleg réttlæting.
  8. Farið er með persónulegar upplýsingar starfmanna af ítrustu gætni eins og lög um persónuvernd kveða á um.

Upplýsingakerfi/hugbúnaður

  1. Aðgangur að tölvupósti og neti er veittur í viðskiptalegum tilgangi. Notkun tölvupósts í þeim tilgangi að eiga samskipti gegnum tölvu fellur undir sömu skjalavistunarreglur og samskipti á prenti. Þegar tölvupóstur er sendur, gilda sömu reglur um aðgát og hegðun eins og um pappírssamskipti væri að ræða.
  2. PCC hefur fest kaup á hugbúnaði með viðeigandi skilmálum fyrir allar vinnustöðvar. Starfsmenn mega ekki taka afrit af hugbúnaði sem bundinn er skilmálum til sinna einkanota og þeim er heldur ekki heimilt að setja upp eiginn hugbúnað í vinnustöð sinni.
  3. Starfsmenn mega að vissu marki nýta netsamband og tölvupóstkerfi PCC til einkanota, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á frammistöðu þeirra í vinnu, stofni ekki öryggi í hættu eða þeir noti of mikið gagnamagn. Með þrddum fyrirvara skal líta á alla tölvupósta sem tengda viðskiptum.
  4. Starfsmenn mega ekki á nokkurn hátt misnota upplýsingar PCC eða samskiptamiðla í ólöglegum eða siðlausum tilgangi.

Skýrslugerð

  1. PCC leggur mjög mikla áherslu á fullunna, nákvæma, tímanlega, ítarlega og auðskiljanlega ársreikninga og samsvarandi reikningsskil og samskipti. Allir starfsmenn í fjármáladeild PCC eru, skv. eðli þeirrar vinnu sem hver hefur með höndum, ábyrgir fyrir því að tryggja að skilvirk ferli og innra eftirlit vegna reikningsskila og birtingar upplýsinga skv. upplýsingaskyldu séu til staðar og þeim sé fylgt.
  2. Fylgja verður í hvívetna lögskipaðum reglugerðum, sérstaklega reikningsskilareglunni, ásamt ferli fyrir innra bókhald PCC. Óheiðarleg reikningsskil innan fyrirtækisins og varðandi önnur fyrirtæki eru stranglega bönnuð.

Hugverk

  1. Uppfinningar, einkaleyfi, vörumerki, þekking og aðrar hugverkseignir sem tilheyra PCC eru sérstaklega mikilvægar til þess að tryggja langtíma velgengni fyrirtækisins. Því þarf að vernda hugverkarétt PCC eins vel og mögulegt er.
  2. Einkaleyfi, vörumerki, þekking og aðrar hugverkseignir sem tilheyra þriðja aðila skal virða í öllum tilvikum.
  3. Ef starfsmenn eru í einstaka tilfellum í vafa um hvort hugverkarétti PCC eða þriðja aðila sé stefnt í hættu, skulu þeir ráðfæra sig við yfirmann sinn eða sérfræðing í reglufylgni.

Eignir fyrirtækisins

  1. Eignir PCC skulu aðeins notaðar í viðskiptalegum tilgangi. Starfsmenn þurfa að ganga vel um eignir PCC og vernda þær á viðeigandi hátt gegn tapi, skemmdum, misnotkun, þjófnaði, fjárdrætti eða eyðileggingu. Tækjabúnað, vélbúnað og annan búnað og kerfi, svo og farartæki, skal umgangast og reka á réttan hátt.

Réttlát samkeppni

  1. PCC aðlagar viðskiptastefnu fyrirtækisins að viðmiðum réttlátrar og frammistöðutengdrar samkeppni. Eitt af þeim atriðum sem PCC byggir stefnu sína á er að fylgja reglugerðum varðandi samkeppnislöggjöf og fyrirtækið væntir þess að allir starfsmenn geri það.
  2. Starfsmenn eiga að vinna í samræmi við allar reglugerðir sem tengjast samkeppnislöggjöf og þeir skulu aldrei grípa til aðgerða sem geta talist óheiðarleg samkeppni.
  3. Starfsmenn skulu fylgja öllum viðeigandi reglugerðum varðandi hringamyndunarlög.
  4. Þar sem hringamyndunarlöggjöf er flókin, verður að leggja alla samninga gerða við samkeppnisaðila eða aðra þriðju aðila sem gætu haft neikvæð áhrif varðandi samkeppmi fyrirfram til lagadeildar PCC til skoðunar. Einnig þarf umsvifalaust að hafa samband við lagadeild ef einhver vafamál koma upp.

Samskipti við starfsmenn

  1. PCC virðir hinar fjóru grundvallarreglur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Þær eru félagafrelsi, kjarasamningsréttur, afnám nauðungarvinnu og barnavinnu og bann við allri mismunun á vinnumarkaði.
  2. Allir starfsmenn eiga rétt á réttlátri, háttprúðri og kurteislegri meðferð.
  3. PCC lætur ekki líðast nokkra aðgreiningu eða áreitni við starfsmenn, hvort sem það er í beinum samskiptum, rituðum bréfaskiptum, rafrænt, munnlegt eða nokkru öðru formi. Öll aðgreining eða áreitni, hvort sem hún byggist á kynþætti, trúarbrögðum, uppruna, kyni, fötlun, aldri, hjúskaparstöðu, kynhneigð eða aðild að verkalýðsfélagi eða stjórnmálaflokki, er bönnuð.
  4. Starfsmönnum er skylt að fylgja reglugerðum varðandi jafnrétti milli karla og kvenna. Jafnrétti skal gilda á öllum sviðum, þar með talið úthlutun ábyrgðarhlutverka, launagreiðslum, þjálfun og endurmenntun, ásamt stöðuhækkunum.
  5. Hvers konar birtingarmynd kynferðislegrar áreitni á vinnustað er bönnuð. Öll hegðun sem telst á einhvern hátt kynferðisleg og er óvelkomin hjá viðtakanda og særir velsæmiskennd hans eða hennar er talin kynferðisleg áreitni.
  6. Einelti, þ.e. vísvitandi útilokun eða niðurlæging starfsmanns, er ekki liðið. Einelti er skilgreint sem kerfisbundin, varanleg eða endurtekin fjandsamleg hegðun í þeim tilgangi að einangra einstakling á vinnustaðnum og í starfsliðinu, eða jafnvel að útiloka hann frá vinnustað sínum.
  7. PCC grípur til allra viðeigandi ráðstafana til þess að hindra hegðun sem bendir til aðgreiningar eða áreitni. Allir starfsmenn eru hvattir til að tilkynna aðgreiningu eða áreitni sem þeir hafa orðið vitni að á vinnustað sínum til yfirmanns síns, mannauðsteymis eða sérfræðings í reglufylgni.

Umhverfi, heilsa og öryggi

  1. Auk heilsu og öryggi starfsmanna er umhverfisvernd eitt af helstu forgangsmálum PCC. Sú forgangsröðum ræður vali á framleiðsluferlum og vörum og þeirri stefnu PCC að stuðla að sjálfbærni, heilsu og öryggi.
  2. PCC kappkostar að lágmarka notkun á hráefnum og okru í framleiðsluferlum fyrirtækisins og er stöðugt að meta og bæta vinnuaðferðir sínar, framleiðsluferla og vörur til þess að tryggja að þær séu öruggar og ásættanlegar fyrir starfsmenn, viðskiptavini, almenning og aðra hagsmunaaðila.
  3. Í þeim tilvikum sem slys eða gangtruflanir eiga sér stað, mun PCC grípa til viðeigandi ráðstafana til að hindra hættuástand, gera við skemmdir og tilkynna um atvikið til yfirvalda á eins fljótan og skilvirkan hátt og mögulegt er.
  4. Allir starfsmenn deila þeirri ábyrgð að standa vörð um mannkynið og umhverfið í sínu starfi. Lögum, reglugerðum og innanhússleiðbeiningum sem varða umhverfisvernd, heilsu og öryggi á vinnustað verður stranglega að fylgja hvenær sem er. Öllum yfirmönnum ber skylda til að leiðbeina, hafa umsjón með og styðja starfsmenn sína svo þeir geti uppfyllt þessa kröfu.
  5. Yfirleitt má eingöngu nota náttúruauðlindir eins og loft, vatn og land í viðskiptatilgangi samkvæmt leyfi sem veitt er fyrirfram. Það sama gildir um byggingu og rekstur verksmiðju, ásamt breytingar eða stækkun á henni. Koma verður í veg fyrir óheimilaða losun á efnum.
  6. Förgun úrgangsefna verður að vera í samræmi við lög og reglugerðir. Ef þriðji aðili er ráðinn til að sinna þessu hlutverki, þarf að tryggja að hann fylgi reglugerðum um umhverfisvernd og viðeigandi ákvæðum PCC.

Kvikmynd um fyrirtækið

Þú getur skoðað fleiri myndbönd um PCC í myndasafni okkar á Vimeo: