PCC-Fréttir

Loftgæði 22.08.2018

Seinnipartinn í gær, þann 23.08, varð bilun í tölvubúnaði verksmiðjunnar sem olli því að neyðarskorsteinar opnðust í 15 mínútur. Í kjölfarið var sjáanlegur reykur frá verksmiðjunni í skamma stund. Svona atvik geta komið upp [...]

26.07.18 – Ofn 1 í gangi

Þær viðgerðir sem þurfti að framkvæma síðastliðinn þriðjudag gengu vel fyrir sig og var ofninn kominn aftur í gang nokkrum klukkutímum síðar. Í gær um fjögurleitið, seinnipartinn, var svo töppunarhola opnuð og fyrsta málminum, [...]

Atburðarás þann 09.07.18

Í gærkvöldi um klukkan átta tilkynnti PCC BakkiSilicon um eld í ofnhúsi verksmiðjunnar á Bakka til Neyðarlínu. Eldur hafði læst sig í rafskautapalli sem er á efstu hæð í ofnhúsinu. Pallurinn er úr timbri, [...]

07.06.18

Unnið hefur verið að viðhaldi á ofni 1, Birtu, undanfarna daga og eðlilega hefur því ekki verið framleiðsla á meðan. Reiknað er með að hún verði sett í gang um helgina. Rekstrar stoppið hefur [...]

28.05.18 – Opnun neyðarskorsteina

Þessa stundina erum við enn að vinna í stillingum til að tryggja stöðugan rekstur reikhreinsivirkisins. Í morgun hefur myndast mikill reykur í ofnhúsinu en við þessar aðstæðar er nauðsynlegt að opna neyðarskorsteinana til að [...]

16.05.18 – Virkni reykhreinsivirkis

Kísill er ekki eina söluvaran sem flutt verður frá Húsavíkurhöfn, heldur myndast einnig við reksturinn svokallað kísilryk. Kísilrykið er efnið sem reykhreinsivirkið síar úr reyknum frá ofnunum. Til að gera það er reykurinn leiddur [...]

14.05.18 – Til upplýsinga

Í gær bárust okkur ábendingar þess efnis að viðarbrennslulykt hefði fundist í Húsavíkurbæ frá verksmiðjunni. Við hjá PCC BakkiSilicon höfum lagt mikla vinnu í að fyrirbyggja það en jafnframt komið á framfæri þeim upplýsingum [...]

12.05.18 – Loftgæði

Rekstur Birtu hefur gengið þokkalega síðasta sólahring en við höfum verið í vandræðum með töppun á málmi sem er ekki óalgengt í nýjum ofni og nýrri verksmiðju þar sem að starfsmenn eru að læra [...]