Sjálfbærnimál hjá PCC

Sjálfbærnimálum hjá PCC BakkiSilicon má skipta í tvo þætti. Í fyrsta lagi viljum við reka fyrirtækið í marga áratugi á stöðugan og öruggan hátt og útvega viðskiptavinum okkar vörurnar sem þeir vilja fá, án þess að stofna í hættu möguleikum kynslóða framtíðarinnar á því að mæta sínum þörfum. Þess vegna gætum við þess að vernda visthvolfið í lofti, á landi og á hafi úti. Í öðru lagi viljum við vinna í samstarfi við yfirvöld og almenning í Norðurþingi og hafa jákvæð áhrif á samfélagið þar. Sjálfbærni verður samofin daglegum rekstri okkar og við höfum það markmið að vera óbugandi í þjóðfélagi og umhverfi sem stöðugt tekur breytingum.

Við munum viðhalda ströngu eftirliti og marksækinni skipulagningu til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda allan líftíma verksmiðjunnar, meðal annars með því að nota endurnýjanlegar orkulindir og lífeldsneyti. Einnig hyggst PCC BakkiSilicon taka þátt í verkefnum til þess að kolefnisjafna losun, þar á meðal endurheimt birkiskóga og votlendis á Íslandi.

Líffræðilegur fjölbreytileiki í hafinu umhverfis Ísland og grunnvatni á landi er afar mikilvægur. Næsti þéttbýlisstaður við kísilverið, Húsavík, er vinsæll staður meðal ferðamanna vegna hvalaskoðunar og PCC BakkiSilicon vill því tryggja að losun frá verksmiðjunni sé undir umhverfisverndarmörkum til að vernda vistkerfið.

Reglulegar mælingar verða framkvæmdar á jarðvegi, gróðri, hljóðvist og heyi til að fylgjast með áhrifum útblásturs frá verksmiðjunni á landið eftir að hún hefur verið tekin í notkun. Þetta er gert til þess að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í nærumhverfinu.

Sjálfbær jarðhitaorka er notuð til að knýja verksmiðjuna og við munum stöðugt bæta nýtingu orkunnar.

Verksmiðjan notast við lokað vatnskælikerfi og nýtir þannig vatnið á eins sjálfbæran hátt og mögulegt er.

Í mötuneytinu verður leitast við að lágmarka úrgang við matargerð og nýta aðföng frá nærliggjandi sveitum, hvar sem því verður við komið. Einnig verður allt starfsfólk hvatt til þess að meðhöndla mat af varkárni og gera sitt besta til þess að draga úr úrgangi.

Til þess að stuðla að þjóðfélags- og umhverfisþáttum sjálfbærrar þróunar verður efnisnotkun eins skilvirk og kostur er á.

Farið er mjög varlega með eiturefni og gripið til allra ráðstafana til að fyrirbyggja að þau berist út í umhverfið.  Hvar sem því verður við komið mun PCC BakkiSilicon nota vistvæn efni.

Allur úrgangur er flokkaður og vigtaður til að fylgjast með framförum í meðhöndlun og minnkun úrgangs. Við leggjum okkur fram við að endurnýta eða endurnýja úrgang eins nálægt verksmiðjunni og hægt er. PCC BakkiSilicon mun standa við markmið sín um að enginn úrgangur verði urðaður.

PCC BakkiSilicon tekur þjóðfélagslega ábyrgð alvarlega og mun statt og stöðuglega vinna að því að auka virðingu og vegferð fyrirtækisins með því að virða öll lög og reglugerðir. Við viljum hafa jákvæð áhrif á samfélagið með því að taka þátt í verkefnum sem varða þjóðfélagslega ábyrgð.

PCC BakkiSilicon lítur á aðfanganýtingu sína, meðhöndlun úrgangs, losun og nærsamfélagið sem þann drifkraft sem knýr fram breytingar í nýsköpun og sjálfbærri þróun í stóriðju. Þetta er spennandi verkefni og við ætlum okkur að vera í fararbroddi á Íslandi í því sambandi.