PCC BakkiSilicon færði þann 25 september Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík 6 barna kerru að gjöf. Leikskólinn fer ekki varhluta af þeim breytingum sem eiga sér stað í samfélaginu okkar og er einn fárra leikskóla á landinu sem tekur inn börn frá 12 mánaða aldri. PCC BakkiSilicon vill með þessari gjöf stuðla að fjölbreyttari útivistarmöguleikum fyrir yngstu börnin og veita þeim ánægju og gleði.
Það voru glaðir og áhugasamir krakkar sem tóku á móti gjöfinni ásamt deildarstjórum á yngstu deildum, Dóru Fjólu og Berglindi Rut. Það var Kristín Anna sem færði leikskólanum kerruna fyrir hönd PCC BakkiSilicon.