Þessa vikuna var margt spennandi í gangi sem snertir PCC BakkiSilicon.
Yfir 560 manns voru við vinnu á framkvæmdasvæðinu. Fyrstu íbúðarhúsin sem byggð eru af PCC Seaview Residences ehf eru að taka á sig mynd og gufu var hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja. Síðast en ekki síst var undirbúningur í gangi fyrir móttöku nýrra starfsmanna, en í næstu viku hefja 23 nýjir starfsmenn sína vinnu hjá PCC BakkiSilicon og verða starfsmenn þá 60 talsins. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin og erum spennt fyrir komandi vikum.