Eitt af þeim hráefnum sem þarf í framleiðsluna hjá okkur er viðarkurl. Við kaupum trjáboli sem við kurlum sjálf á staðnum sem veitir okkur aukið frelsi til að stjórna stærð viðarkurlsins og tryggja rétt rakastig.
Í síðastliðinni viku kom fyrsti farmurinn af timbur-bolum (ösp og birki) án barkar til Húsavíkur frá Finnlandi. Um var að ræða tilrauna sendingu á fimm opnum gámum sem gaf okkur aukna innsýn í það hvernig ferlið við þennan innflutning gengur fyrir sig. Framvegis kemur timbrið í lausu með heilfarmskipum beint til Húsavíkur.“

Móttaka timburs á Húsavíkurhöfn

Móttaka timburs á Húsavíkurhöfn