Dagana 5-14 október héldu þrír starfsmenn PCC BakkiSilicon alla leið til Karaganda, Kazakstan í verklega þjálfun í samskonar verksmiðju og reist er hér á Bakka.
Á þessum dögum kynntust Rauan (málmfræðingur), Ásta (vörustjóri lokaafurða) og Brynjar (framleiðslustjóri) framleiðsluferlinu og fengu ítarlega kennslu og þjálfun á sínum sérsviðum. Starfsmenn verksmiðjunnar tóku einstaklega vel á móti íslendingunum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir! Ferðalagið gekk vel fyrir sig og svo skemmtilega vill til að Rauan er frá Kazakstan og var ferðalöngunum boðið í matarboð hjá fjölskyldu hennar þar sem allskonar góðgæti var á boðstólum.