Þann 25 janúar síðastliðinn skrifuðu PCC BakkiSilicon og Gámaþjónustan undir samning um meðhöndlun úrgangs og aukaafurða hjá PCC BakkiSilicon. Inntak samningsins er hagkvæm og ábyrg meðhöndlun allra efna sem falla frá starfsemi okkar á Bakka við Húsavík. Samningurinn hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði og er undirskrift hans mikilvægur liður í lokaundirbúningi fyrir gangsetningu kísilversins sem er á næsta leiti. Við hlökkum til samstarfsins við Gámaþjónustuna og stefnum á að hámarka flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu frá okkar starfsemi.