Norðan og sunnan megin við verksmiðjuna eru tvær loftgæðastöðvar staðsettar þar sem símæling á loftgæðum fer fram. Mælistöð suður er rétt við Húsavíkurbyggð suður af verksmiðjunni. Mælistöð norður er nyrst á skilgreindu iðnaðarsvæði Bakka, við sveitarfélagsmörk Húsavíkur og Tjörnes. Staðsetning stöðvanna var valin með tilliti til ríkjandi vindátta á svæðinu af sérfræðingum án aðkomu PCC BakkiSilicon. Stöðvarnar voru liður af bakgrunnsmælingum fram að framleiðslubyrjun, jafnframt eru þær notaðar í vöktun til að uppfylla ytri mæliáætlun og fylgjast með loftgæðum eftir að framleiðsla hefst.

Núna hefur Umhverfisstofnun tengt niðurstöður sem koma frá þessum stöðvum á sína heimasíðu, loftgæði.is. Þarna er hægt að fylgjast með loftgæðamælingunum í kringum verksmiðjuna sem og öðrum loftgæðamælingum á Íslandi.