Í gær bárust okkur ábendingar þess efnis að viðarbrennslulykt hefði fundist í Húsavíkurbæ frá verksmiðjunni. Við hjá PCC BakkiSilicon höfum lagt mikla vinnu í að fyrirbyggja það en jafnframt komið á framfæri þeim upplýsingum að samfara rekstrinum væri ekki hægt að útiloka að einhver lykt gæti borist til byggða. Við vonuðumst sannanlega til að við kæmust hjá því en því miður varð niðurstaðan önnur í stuttan tíma um helgina. Við skiljum vel að fólki þykir lyktin hvimleið og þess vegna leggjum við kapp á að koma í veg fyrir að það gerist.

Um helgina þurfti að slökkva á ofninum. Afleiðingin af þessu er sú að afsogið til reykhreinsivirkisins verður kaldara og dregið er úr krafti blásara þess. Við þetta gerist tvennt: Efni sem valda lykt sundrast ekki og blöndun verður minni. Um helgina var hæg norðan-átt og því allar aðstæður fyrir hendi að viðarbrennslulykt bærist til bæjarins sem og gerðist. Í dag er verið að starta ofninum aftur og stefnt er að því að ná ofninum í fullan rekstur eins fljótt og hægt er. Eftir að fullt afl er komið á ofninn ættu Húsvíkingar ekki verða varir við reksturinn á þennan hátt.