Það lítur út fyrir að tekist hafi að komast yfir flesta hjalla sem tengjast rekstri Birtu, ofnsins okkar, og reykhreinsivirkisins. En sjaldan er ein báran stök. Það þurfti að taka ofninn úr rekstri rétt fyrir helgi vegna viðhalds málmhreinsibúnaðar. Unnið er að úrbótum og stefnum við að því að setja Birtu aftur gang síðar í vikunni.

Við höfum hafið hreinsun á okkar nærumhverfi þar sem tæknisvið með iðnaðarmenn í fararbroddi hóf leikinn í síðustu viku og hreinsuðu girðingar og svæðið norðan við iðnaðarlóðina. Það var mikið sem safnaðist á stuttum tíma og því greinilegt að það þarf að hreinsa meira. Næstkomandi föstudag ætla öryggis-, umhverfis- og gæðateymi ásamt innkaupa- og fjármálateyminu að halda verkefninu áfram.