Unnið hefur verið að viðhaldi á ofni 1, Birtu, undanfarna daga og eðlilega hefur því ekki verið framleiðsla á meðan. Reiknað er með að hún verði sett í gang um helgina. Rekstrar stoppið hefur verið nýtt vel m.a. til þjálfunar og tiltekta. Það gaf okkur einnig einstakt tækifæri til að halda starfsmannafund utandyra með grilli og öllu tilheyrandi í góða veðrinu sem hefur verið á Húsavík undanfarna daga. Einnig er unnið hörðum höndum við að undirbúa gangsetningu á ofni 2, Boga, en áður en til þess kemur, þarf ofn 1 að hafa verið í stöðugum rekstri í dágóðan tíma. Því er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvenær sú gangsetning verður, að svo stöddu.