Seinnipartinn í gær, þann 23.08, varð bilun í tölvubúnaði verksmiðjunnar sem olli því að neyðarskorsteinar opnðust í 15 mínútur. Í kjölfarið var sjáanlegur reykur frá verksmiðjunni í skamma stund. Svona atvik geta komið upp einstaka sinnum og ávallt er brugðist strax við til að tryggja að svona ástand vari í sem stystan tíma. Það er greinileg sjónmengun þegar þetta gerist en svona stutt opnun skorsteina hefur ekki veruleg árif á loftgæði, mælistöðvar sýna að loftgæði fóru ekki yfir heilsuverndarmörk, sem eru 50 µg/m3 yfir sólarhring. Unnið er að greiningu á orsök bilunarinnar og er mikil áhersla lögð á að hafa svörin eins fljótt og auðið er. PCC BakkiSilicon er mikið í mun að starfa í sátt og samlyndi við samfélagið og harmar þetta atvik. Við viljum benda aftur á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is, þar sem hægt er að fyljgast með loftgæðum við Bakka.