Jökull Gunnarsson framleiðslustjóri PCC BakkiSilicon hf. hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Hafsteinn Viktorsson sem lætur nú af störfum sem forstjóri mun sinna verkefnum fyrir félagið, þar á meðal hvað varðar mögulega stækkun verksmiðjunnar.

Frá júní 2016 hefur Hafsteinn unnið að byggingu og gangsetningu kísilverksmiðjunnar við Húsavík. Hluthafar PCC BakkiSilicon hf. þakka honum kærlega fyrir það lykilhlutverk sem hann hefur gegnt í því verkefni og hlakka til að vinna með honum að nýjum viðfangsefnum.