Í dag er komið að því að hefja gangsetningu á Boga aftur. Starfsfólk hefur undanfarið unnið hörðum höndum að því að gera ofninn tilbúinn og er þeirri vinnu nú lokið. Starfsfólk okkar, ráðgjafar og aðrir verktakar eru til taks og vinna saman að því markmiði að koma Boga í góðan og stöðugan rekstur á sama tíma og við setjum öryggi starfsmanna í fyrsta sæti. Gangsetningarferlið er það sama og þegar Birta var gangsett. Allt kapp er lagt á að lágmarka áhrif á umhverfið og allur reykur fer í gegnum reykhreinsivirkið. Einhver viðarbrunalykt gæti borist til Húsavíkur en við eigum ekki von á að það verði langvarandi eða til mikilla óþæginda ef það gerist.

Við munum halda áfram upplýsingagjöf hér á þessari síðu svo að þeir sem áhuga hafa geti fylgst vel með.