Þrír starfsmenn PCC BakkiSilicon, þau Ásta Hermannsdóttir, Gopal Debnath og Rolf Prack lögðu land undir fót til að fylgjast með ferlinu þegar eitt af okkar aðalhráefnum, kvarts, ferðast úr námunni og alla leið um borð í skip sem síðan siglir áleiðis til Húsavíkur. Ferðin hófst í Kielce þar sem náman er staðsett og þar var bæði fylgst með þvotti og sigtun á efninu, og einnig þegar því var síðan mokað um borð í lestarvagna sem flytja efnið alla leið til Gdynia þar sem því er mokað um borð í skip.

Allt var til fyrirmyndar í Kielce og tóku samstarsmenn okkar í PCC Silicium vel á móti okkur og útskýrðu allt ferlið gríðarlega vel, og kom það í rauninni á óvart hversu flókið það var.

Í Gdynia notuðum við tímann vel í að fylgjast með hvernig efninu var mokað með kröbbum úr vögnunum og um borð í skipið. Í þessari sendingu voru 6200 tonn af efni og tók það innan við tvo vinnudaga að fylla skipið.

Til að klára ferlið þá tókum við á móti skipinu í Húsavíkurhöfn þann 5.apríl sl. Efnið er núna komið til okkar uppá svæði.