Birta er búin að vera á fullum afköstum undanfarið og í gær var kveikt aftur á Boga og eru því báðir ofnar að framleiða kísilmálm. Fyrir um 10 dögum sögðum við frá vandræðum í pokahúsi þar sem það var að stíflast sem olli því að við gátum ekki keyrt báða ofnana. Við erum afar glöð að segja frá því að við teljum að við höfum komist að rót vandans á meðan unnið var að viðgerð í pokahúsinu. Verksmiðjan er ný, með miklum og flóknum búnaði og er mannskapurinn okkar eins og gefur að skilja enn að kynnast þessum búnaði almennilega. Það má hinsvegar segja að við höfum dottið í lukkupottinn um daginn þegar einn sérfræðingur náði að leysa ákveðið vandamál um daginn en síðan þá hefur pokahúsið gengið vonum framar. Það er talið að þessi vandi sem við erum núna búin að komast fyrir hafi í raun verið orsakavaldur í flestum okkar vandræðum varðandi stíflur í pokahúsinu hingað til.

Við horfum því ótrauð fram á vegin og hlökkum til að setja fleiri framleiðslumet með báða ofna á fullum afköstum.