Framleiðsluvörur og notkun þeirra

Kísilmálmur er m.a. notaður sem melmi í álblöndur og í efnaiðnaði til framleiðslu á síloxani og kísli. Kísilmálmurinn sem verður framleiddur hjá okkur er að miklu leyti þegar seldur með langtíma kaupsamningum sem við höfum gert við þýsk fyrirtæki, en það eru stærstu viðskiptavinir okkar, og með því tryggjum við framboð á hráefni til Þýskalands.

Tvær aukaafurðir verða til í framleiðsluferlinu hjá okkur. Þær eru gjall (e. slag) og örkísl (e. microsilica). Báðar þessar afurðir verða seldar til viðskiptavina víðsvegar um heim.