PCC Career

Ráðningar og laus störf

Við erum alþjóðlegt, ört vaxandi fyrirtæki, stöðugt á höttunum eftir öflugum og hæfum einstaklingum sem hafa áhuga á því að ganga til liðs við okkur. Við leggjum mikla áherslu á menningar- og menntunarlegan fjölbreytileika og teljum opin, gagnkvæm samskipti meðal okkar helstu styrkleika. Við veitum starfsmönnum okkar svigrúm til að vinna af eigin frumkvæði á árangursmiðuðum grundvelli, í aðlaðandi umhverfi og þeir fá tækifæri til þess að axla ábyrgð. Við styðjum starfsmenn í persónulegri þróun þeirra og bjóðum þeim m.a. verktengdan undirbúning þegar þeir taka að sér nýjar skyldur og persónusniðna, faglega endurmenntun. Þess ber að geta að stærsta fyrirtækið í samstæðunni okkar, PCC Rokita SA í Póllandi hefur mörgum sinnum hlotið pólsku viðurkenninguna „Traustasta fyrirtæki ársins.“

Almennar starfsumsóknir

Við erum auðvitað stöðugt að leita að öflugu og metnaðarfullu  fólki, svo þér er velkomið að senda okkur ferilsskrá þína og umsókn, enda þótt þú sjáir engar lausar stöður auglýstar.

Vinsamlegast sendu tölvupóst eða póst til:

PCC BakkiSilicon hf.
Marella Steinsdóttir
Mannauðsstjóri
Bakkavegi 2
640 Húsavík

Sími: 464 0060
Tölvupóstur: marella.steinsdottir@pcc.is