Samstarf / Samfélagið okkar

Með byggingu fyrstu verksmiðjunnar af þessari stærðargráðu hefur nýr kafli hafist í atvinnuþróunarsögu Norðurþings. Augu Þingeyinga hafa um langt skeið beinst að iðnaðarlóðinni á Bakka og þeim tækifærum sem henni gætu tengst. PCC var því tekið opnum örmum til að hefja framkvæmdir að fyrsta flokks, hátækni kísilveri sem virtist falla ákaflega vel að kröfum heimamanna.

Að sjálfsögðu er óviðjafnanleg náttúran í nágrenni Húsavíkur verðmæt og það þarf að hlúa að henni. Þess vegna tók hönnun verksmiðjunnar mið af sjónrænum og hljóðeðlisfræðilegum eiginleikum svæðisins og leitast var við að láta rekstur hennar hafa sem minnst áhrif á loftgæði og aðra umhverfisþætti. Við erum meðvituð um ábyrgð okkar til þess að stuðla að sjálfbærri þróun og við hvetjum til opinna samskipta og umræðu við samfélagið í þeirri viðleitni.

Verkefnið hefði aldrei komist á laggirnar án þess trausts og þeirrar tiltrúar sem allir samstarfsfélagar okkar hafa sýnt. Að sjálfsögðu eru það fyrst og fremst íbúar Norðurþings en einnig aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar, þ.á.m. íslensk stjórnvöld, viðskiptavinir okkar, seljendur raforku og flutningslína, sem sjálfir hafa lagt í stóra fjárfestingu, og síðast en ekki síst þeir sem fjármögnuðu verkefnið okkar.

Við hjá PCC BakkiSilicon hf. erum þakklát fyrir þetta auðsýnda traust, stuðninginn sem við höfum fengið og jákvæðni fólks gagnvart nýjungum, og við stefnum að því að láta þetta sameiginlega verkefni verða okkur öllum til heilla!