Yfirlýsing um persónuleynd

PCC er ljóst að öryggi persónuupplýsinga þinna þegar þú skoðar vefsetrið okkar er þér mikilvægt. Við tökum vernd persónuuplýsinga þinna alvarlega. Þess vegna viljum við láta þig vita hvaða upplýsingum við höldum og hvaða upplýsingar eru hunsaðar. Með þessari yfirlýsingu um persónuleynd viljum við láta þig vita um öryggisráðstafanir okkar.

Söfnun gagna

Þú getur skoðað vefsíðuna okkar án þess að gefa upp persónulegar upplýsingar. Það er ekki skilyrði fyrir notkun á vefsetrinu okkar að gefa upp persónulegar upplýsingar, nema það sé nauðsynlegt til þess að útvega þér framleiðsluvöru eða þjónustu sem þú sækist eftir. Þegar þú notar vefsetrið okkar getur upplýsingum verið safnað vegna ýmiss konar öryggisráðstafana. Þessar upplýsingar geta t.d. verið nafn netþjónustuaðila þíns, vefsíðan sem þú notaðir til að tengja þig inn á okkar síðu, vefsíður sem þú heimsækir eftir að þú hefur heimsótt okkar síðu og IP-talan þín. Þessar upplýsingar væri hægt að nota til að bera kennsl á þig en við notum þær ekki í þeim tilgangi. Annað slagið notum við upplýsingarnar til vefmælinga en við tengjum þær ekki saman við persónugreinanlegar upplýsingar. Í þeim tilvikum þegar persónulegum upplýsingum er komið á framfæri við aðra til að útvega þér vöru eða þjónustu sem þú hefur beðið um, eða í öðrum tilgangi sem þú hefur gefið leyfi til, notum við tæknilegar aðferðir til að tryggja að viðeigandi reglur um persónuvernd séu virtar.

Söfnun og vinnsla persónulegra gagna

Við söfnum persónulegum upplýsingum eingöngu þegar þú veitir þær, með því að skrá þig inn, fylla út eyðublöð eða senda tölvupóst, panta vöru eða þjónustu, senda inn fyrirspurnir vegna vörusendingar eða í svipuðum tilvikum þegar þú hefur valið að veita þessar upplýsingar.

Gagnagrunnurinn og upplýsingar í honum verða geymd hjá fyrirtækinu okkar og verða hluti af gagnameðferð eða miðlurum sem eru í þjónustu okkar við erum ábyrg fyrir. Þínar persónulegu upplýsingar verða ekki framseldar í neinu formi af okkar hálfu eða þjónustuaðila okkar til notkunar þriðja aðila án samþykkis þíns eða ef okkur er það skylt skv. lögum.

Við munum hafa stjórn og ábyrgð á notkun allra persónuupplýsinga sem þú veitir okkur. Eitthvað af þessum upplýsingum verða geymdar eða unnið úr þeim í tölvum sem eru staðsettar í öðru lögsagnarumdæmi, t.d. í Bandaríkjunum, en lög um persónuvernd í því landi geta verið önnur en þau sem gilda í þínu landi. Í þeim tilvikum munum við tryggja að viðeigandi vernd sé fyrir heldi til þess að gera kröfu til aðilans sem vinnur úr gögnunum í því landi sem samsvarar þeirri persónuvernd sem gildir í því landi sem þú býrð.

Tilgangur notkunar

Gögnin sem við söfnum verða eingöngu notuð í þeim tilgangi að veita þér þá vöru eða þjónustu sem þú baðst um eða í öðrum tilgangi sem þú hefur veitt leyfi fyrir nema annað sé tiltekið í lögum.

Réttur til aðgangs og leiðréttinga

Þú hefur rétt til þess að skoða og leiðrétta öll persónuleg gögn þín sem geymd eru í kerfinu hjá okkur ef þú telur að þau séu úrelt eða röng. Vinsamlegast sendu þá tölvupóst á það póstfang sem gefið er upp í prentsögninni eða hafðu samband við gagnaöryggisfulltrúa (sjá upplýsingar neðst á síðunni).

Réttur til afköllunar

Þú hefur hvenær sem er rétt á því að afturkalla leyfi þitt til notkunar á persónuupplýsingum þínum í framtíðinni. Vinsamlegast sendu þá tölvupóst á það póstfang sem gefið er upp í prentsögninni eða hafðu samband við gagnaöryggisfulltrúa (sjá upplýsingar neðst á síðunni).

Geymslutími gagna

Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að útvega þá þjónustu sem þú baðst um eða í þeim tilgangi sem þú veittir leyfi til, nema annað sé tiltekið í lögum (t.d. í sambandi við yfirvofandi málaferli).

Notkun á vafrakökum

Vafrakökur eru sérstakar skrár sem komið er fyrir í flýtiminni tölvu þess aðila sem heimsækir vefsetrið. Með notkun þeirra er hægt að bera kennsl á vafra hans til þess að bæta vefinn og gera hann auðveldari í notkun. Gögn sem safnað er með vafrakökum eru ekki notuð til þess að persónugreina þann sem heimsækir vefsetrið.

Flestir vafrar eru þannig uppsettir að þeir samþykkja sjálfvirkt vafrakökur. Þú getur samt gert vafrakökur óvirkar eða stillt vafrann þannig að hann leiti samþykkis hjá þér áður en vafraköku er komið fyrir í tölvunni þinni.

Öryggi

PCC notar varúðarráðstafanir til þess að vernda gögnin þín gegn tilfæringum, tapi, eyðingu eða aðgangi óviðkomandi aðila. Allar persónulegar upplýsingar sem þú veitir PCC eru dulkóðaðar í flutningi til þess að fyrirbyggja mögulega misnotkun þriðja aðila. Öryggisferlin okkar eru stöðugt uppfærð vegna þróunar nýrrar tækni.

Börn

Í ljósi þess hversu mikilvægt það er að virða friðhelgi barna, söfnum við ekki, vinnum úr eða notum á vefsetri okkar nokkrar upplýsingar sem varða einstakling undir 13 ára aldri án fyrirfram sannanlegs samþykkis lögráðamanns hans eða hennar. Lögráðamaður hefur rétt til þess, sé þess óskað, að skoða upplýsingarnar sem barnið hefur veitt og/eða krefjast þess að þeim sé eytt.

Hafðu samband

Ef þú vilt spyrja einhvers eða koma tillögum á framfæri, vinsamlegast hafðu samband við:

PCC BakkiSilicon hf
Bakkavegur 2
640 Húsavík
Sími: +354 464 00 60
Tölvupóstur: info@pcc.is