
Sjálfbærnimál hjá PCC

Sjálfbærnimálum hjá PCC BakkiSilicon má skipta í tvo þætti. Í fyrsta lagi viljum við reka fyrirtækið í marga áratugi á stöðugan og öruggan hátt og útvega viðskiptavinum okkar vörurnar sem þeir vilja fá, án þess að stofna í hættu möguleikum kynslóða framtíðarinnar á því að mæta sínum þörfum. Þess vegna gætum við þess að vernda visthvolfið í lofti, á landi og á hafi úti. Í öðru lagi viljum við vinna í samstarfi við yfirvöld og almenning í Norðurþingi og hafa jákvæð áhrif á samfélagið þar. Sjálfbærni verður samofin daglegum rekstri okkar og við höfum það markmið að vera óbugandi í þjóðfélagi og umhverfi sem stöðugt tekur breytingum.
PCC BakkiSilicon lítur á aðfanganýtingu sína, meðhöndlun úrgangs, losun og nærsamfélagið sem þann drifkraft sem knýr fram breytingar í nýsköpun og sjálfbærri þróun í stóriðju. Þetta er spennandi verkefni og við ætlum okkur að vera í fararbroddi á Íslandi í því sambandi.