Innmötun hráefna hefur gengið vel fyrir sig frá síðustu stöðufærslu okkar. Allt bendir til þess að fyrsti málmurinn muni renna úr ofninum um sólarupprás hér á Húsavík eða um fjögurleitið. Óætt er því að segja að með dagrenningunni hefjist nýtt tímabil hjá okkur á PCC BakkiSilicon.

Óvæntur atburður gerðist um kvöldmatarleitið þegar útleysing varð í tengivirki Landsnets á Bakka. Straumur fór af öllu iðnaðarsvæðinu á Bakka og við það opnuðust neyðarskorsteinar á ofnhúsinu. Það gerist vegna þess að þá stöðvast rekstur reykhreinsivirkisins og eru neyðarskorsteinarnir þá eina leiðin til að hleypa gasi af ofninum og sönnuðu þeir þá gildi sitt. Reykurinn sem kom var lítt sýnilegur til að byrja með og hvarf svo alveg sjónum. Straumur komst á rúmlega klukkutíma seinna og hélt rekstur áfram fljótlega eftir það.