Á morgun þann 31 ágúst stefnum við á að setja ofn nr.2, Boga, í gang. Núna eru komnir 4 mánuðir síðan ofn 1, Birta, var gangsett. Það hafa vissulega komið upp áskoranir sem hafa eðli sínu samkvæmt verið miserfiðar en rekstur hennar hefur undanfarinn mánuð gengið mjög vel. Öll sú reynsla sem við höfum aflað varðandi rekstur Birtu verður mikils virði þegar Bogi fer í gang.

Sem fyrr verður allt kapp lagt á að lágmarka áhrif á umhverfið og gæta öryggi starfsmanna. Upphitunarferli ofnsins verður það sama og þegar Birta var gangsett og allur reykur fer í gegnum reykhreinsivirkið. Eins og við sögðum þegar Birta var gangsett gæti nú borist einhver viðarbrunalykt til Húsavíkur en við eigum ekki von á að það verði langvarandi eða til mikilla óþæginda ef það gerist. Enn er teymi sérfræðinga bæði á vegum okkar og af hálfu verktakans til taks að leiða gangsetningu Boga og takast á við þær áskoranir sem upp koma. Það verður mikið að gera, starfsfólk mun þurfa að aðlaga sig að því að huga að tveimur ofnum og öll stoðferli munu þurfa að afkasta meiru. En við höfum fulla trú á því að okkar öfluga starfslið muni sigla á öruggan hátt í gegnum þann brimskafl.

Við munum halda áfram upplýsingagjöf hér á þessari síðu svo að þeir sem áhuga hafa geti fylgst vel með.