Í stjórnstöð PCC BakkiSilicon er valinn maður í hverju rúmi að stýra uppkeyrslu ofnsins. Í verkið hafa verið fengnir ráðgjafar sem koma frá öllum heimshornun, t.a.m. Ástralíu, Brasilíu og Þýskalandi. Starfmenn PCC eru einnig fjölþjóðlegur hópur og er málmfræðingur fyrirtækisins t.d. frá Kasakstan. Samanlögð starfsreynsla sérfræðinganna er á annað hundrað ár. Uppkeyrslan hefur fram að þessu gengið stórt séð vel fyrir sig. Einhverjir hnökrar hafa komið upp varðandi stýringu rafskautanna, en í sjálfu sér er viðbúið að þegar álag er sett á að slíkt gerist. Þetta hefur valdið því að ekki hefur tekist að fylgja alveg upphaflegri uppkeyrsluáætlun, en reiknað er með að hægt sé að vinna þann tíma að miklu leyti til baka.