Í dag milli 3 og 4 þarf að gera klukkustundar langt hlé á rekstri reykhreinsivirkisins, vegna viðhaldsvinnu sem þarf að fara þar fram. Það þýðir að opna þarf neyðarskorsteina á ofnhúsi á meðan.

Þetta hefur í för með sé að reykur gæti orðið sýnilegur frá þeim á meðan vinnunni stendur og meiri líkur á lykt finnist á meðan. Í dag er spáð suðvestan átt svo Húsvíkingar ættu ekki að verða varir við þessa aðgerð.