Afl var sett aftur á Birtu í gær og núna vantar ekki mikið uppá að fullu afli verði náð. Reksturinn gengur almennt vel og það er sannarlega nóg að gera hjá starfsfólki. Engu að síður fann frábær hópur sér tíma í dag til að fara og tína smá rusl. Gengið var meðfram Bakkaá og allt tekið sem sást. Pallbíllinn var troðfylltur tvisvar og sólin lét sjá sig. Þó er enn verk fyrir höndum og vonumst við til að geta klárað að ganga meðfram Bakkaá og tína í fjörunni mjög fljótlega.