Þessa stundina erum við enn að vinna í stillingum til að tryggja stöðugan rekstur reikhreinsivirkisins. Í morgun hefur myndast mikill reykur í ofnhúsinu en við þessar aðstæðar er nauðsynlegt að opna neyðarskorsteinana til að tryggja viðunandi vinnuaðstæður innan byggingarinnar og þar af leiðandi til að verja heilsu starfsmanna. Það hefur því verið sjáanlegur reykur frá verksmiðjunni en unnið er að því að koma rekstri í eðlilegt horf.