Um miðnætti er áætlað að kveikja aftur á ofninum. Viðhaldsvinnu er lokið í bili. Núna er rúmur mánuður síðan það var fyrst kveikt á ofninum og þó svo margt hafi gengið vel höfum við því miður þurft að slökkva reglulega á honum til að vinna að viðhaldi og umbótum. Vegna þessa eru hráefnin sem eru þar inni ekki í þeim hlutföllum sem ætlast er til. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að hreinsa ofninn af þeim hráefnum sem eru í honum með svo kölluðu „burn down“. Þetta er ferli þar sem aukið afl er sett á rafskautin án þess að bæta við hráefnum og á meðan er málminum reglulega tappað úr ofninum þar til hann tæmist. Við þetta myndast drunur sem minna helst á lágtíðni hljóð úr bassaboxi. Þessar drunur geta heyrst til Húsavíkur og viljum við því láta fólk vita. Það er áætlað að þetta hefjist í fyrramálið og mun standa yfir fram eftir degi. Eftir það er hráefnum matað í hann að nýju með réttum forskriftum. Mikill hiti myndast við þetta ferli og getur því farið svo að við þurfum að opna neyðarskorsteina til að varna síupokum í reykhreinsivirkinu og því gæti einhver reykur verið sjáanlegur. Við munum halda áfram að upplýsa um framgang mála á heimasíðunni og facebook.