Núna seinnipartinn varð vatnsleki úr vökvakerfi ofnsins. Vegna þessa var slökkt á ofninum og ofnhúsið rýmt á meðan öryggi starfsmanna var tryggt. Viðgerðir standa nú yfir og er áætlað að setja afl á ofninn á ný uppúr miðnætti. Þar sem ofninn er þessa stundina hægt og rólega að kólna núna gæti orðið vart við lykt í nánasta nágrenni við verksmiðjuna.